Umsögn kennara

Rakel Rut þú ert samviskusöm , metnaðarfull, með falleg vinnubrögð og þægilega nærveru.

Helga

Gæluverkefnið mitt

Við áttum að gera heimaverkefni um hvað sem við vildum. Ég valdi að gera plakat um skjaldbökur vegna þess að ég vildi gera um eitthvað skrítið dýr sem ég vissi eiginlega ekkert um. Við fengum 3 vikur til að vinna þetta og mér gekk mjög vel að vinna þetta verkefni og fór eftir verkáætlun. Ég kláraði verkefnið á fyrstu vikunni og skilaði því þá svolítið snemma. Þá sagði Helga mér að gera verkefni um eitthvað annað. Þá valdi ég að gera movie maker myndband um ballett. Það gekk líka vel og kom mjög vel út. Síðan áttum við að gera kynningu og það gekk líka bara ljómandi vel. Mér finnst svolítið erfitt að gera verkefni um eitthvað sem við veljum sjálf því að annaðhvort er ég með svo mikið í huga og veit ekki hvað ég á að velja eða að mér dettur ekkert í hug til að gera um. Það var mjög gaman og öðruvísi að gera svona verkefni og fræðandi.

 Hérna er Movie maker myndbandið mitt um ballett:


Tyrkjaránið - Leikrit

Allur árgangurinn gerði leikrit um Tyrkjaránið. Mér fannst það bara gaman og öðruvísi. Kostirnir við þetta eru að við slepptum oft leiðinlegum tímum og fórum á Pizza hut eftir sýninguna. Ég tel mig læra námsefnið vel með því að gera leikrit af því að þá skil ég betur söguna. Gallarnir við þetta leikrit eru að það er svolítið pirrandi þegar að krakkar eru ekki að leika hlutverkið sitt heldur lesa bara textann sinn venjulega og þá er það meira vesen að gera leikritið. Það er líka pirrandi þegar að við erum að fara yfir hvert atriði rosalega oft á æfingum. Við sýndum leikritið fyrir foreldra og fórum síðan á Pizza hut á eftir sem var mjög skemmtilegt.

Anne Frank- Photostory


Enska

Í ensku höfum við undanfarna daga verið að vinna með sögu Anne Frank. Við áttum að gera Photostory myndband um hana og tala síðan inná. Mér fannst saga hennar mjög merkileg og það kom mikið á óvart hvað þau náðu að fela sig lengi. Ég kann núna næstum allt um Anne Frank síðan að við gerðum þetta verkefni og mér gekk ágætlega að gera það nema að ég þurfti að bíða frekar lengi eftir því að tala inná. Við vorum einnig að gera vinnuhefti sem kallast ,,my Projects". Í það áttum við að gera nokkur enskuverkefni. Þau eru: Ljóð um mig sem kallast Myself, Tvær fréttir á ensku og umsögn um frjálslestrarbók sem við lásum.

Hérna fyrir ofan er myndbandi mitt sem ég gerði um anne Frank.


Danska

Í vetur höfum við verið að vinna mjög fjölbreytt verkefni. Við gerðum t.d. Danska fjölskyldu, spil, vorum að vinna í 2 lesheftum sem eru ,,en tur i zoo" og ,,i Tivoli". Þegar við gerðum spilið vorum við 2-4 saman í hóp og máttum ráða hvernig við höfðum spilið. Við áttum að hafa það á dönsku og við gerðum reglurnar á dönsku og skrifuðum á reitina á dönsku. Ég og Aðalheiður vorum saman með spilið ,,Spille kasino" eða spilavíti. Þegar að við gerðum fjölskylduna áttum við að vera 3-5 saman í hóp og gerðum plakat með einni fjölskyldu sem við "sömdum". Ég var með Bergrósu, Alexander og Elmari inga í hóp og okkur gekk bara ágætlega. Við vorum líka að vinna í vinnubókum klar parat, D-bog, A-Bog og B-bog. Við glósuðum í D-bog og gerðum líkamsparta og nöfn á hlutum. Síðan gerðum við líka matseðil í hópum og áttum að gera aðalrétti forrétti og eftirrétti. Síðan fundum við nafn á veitingastaðinn og kynntum fyrir bekkinn. Þá var ég Með Bergrósu og Aðalheiði í hóp. Mér fannst bara skemmtilegt að vinna í dönsku og gaman í hópaverkefnum.  


Stærðfræði - Hringekja

Við höfum verið í stærðfræði hringekju á föstudögum, mér fannst það bara fínt en samt svolítið pirrandi að allur árgangurinn þarf að skipta um stofur en ekki bara kennararnir sem er miklu fljótara.

Hjá Önnu vorum við að semja stærðfræðiljóð og gera mynstur. 

Hjá Auði var hugarreikningur og nams.is, síðan gerðum við stundum einhverjar þrautir sem voru mis erfiðar og dæmi á talnalínu.

Hjá Helgu vorum við mest að vinna með stærðfræðiþrautir, metrakerfið, margföldun, ferhyrninga af ýmsu tagi o.fl.                                                                                                    

Mér fannst skemmtilegast að vera hjá Önnu af því að við vorum að gera mynstur og ljóð. Mér fannst líka skemmtilegt hjá Helgu af því að hún er skemmtilegasti kennarinn.   


Fuglar- Powerpoint


Fuglar

Við vorum að vinna með fugla í Náttúrufræði. Við áttum að gera powerpoint glærur um alla 6 flokka fugla á Íslandi. Ég lærði mjög mikið af þessu verkefni af því að í fyrstu kunni ég eiginlega ekkert um fugla. Það sem ég lærði er t.d. að það eru fleiri tegundir fugla sem koma til Íslands en ég hélt, að Hrafn tilheyrir spörfuglum. Ég lærði líka um einkenni fuglanna og margt, margt fleira. Mér fannst bara skemmtilegt að gera þetta verkefni og ég lærði líka meira á powerpoint forritið. Hérna fyrir ofan er powerpoint verkefnið sem ég gerði um fugla.  

Hallgrímur Pétursson

Við vorum að læra um Tyrkjaránið og á eftir því lærðum við um ævi Hallgríms Péturssonar. Mér fannst það vera bara ágætt og það kom frekar mikið á óvart hvernig ævi hans var af því að hann var frekar dónalegur, hann orti ljótar vísur um hátt setta menn og var rekinn úr skóla vegna framkomu sinnar. En síðan lagaðist það og hann fór að semja mjög falleg ljóð. Við áttum að gera Powerpoint glærur um hann sem mér fannst mjög gaman og frekar auðvelt. Mér fannst samt svolítið erfitt að finna myndir sem tengjast glærunum.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband