22.2.2010 | 08:46
Landafræði
Við erum búin að vinna undanfarna daga í landafræði um Evrópu. Við vorum að vinna í bókinni ,,Evrópa álfan okkar" sem var bara ágætt. Við vorum líka að vinna í vinnuhefti um Evrópu og þá áttum við að svara spurningum úr ákveðnum köflum í bókinni. Við áttum einnig að velja okkur tvö lönd og skrifa kynningu um þau í powerpoint og í Photostory. Ég valdi að gera um Úkraínu í powerpoint og um Grikkland í Photostory. Mér fannst þetta vera bara fínt. Við gerðum líka heimanám um Evrópu og áttum að finna 4 lönd og setja myndir sem einkenna hvert land, Við áttum að finna veður í nokkrum Evrópulöndum, finna 3 frægar persónur í Evrópu og skrifa um þær, Finna nokkrar fréttir úr Evrópu og skrifa þær með eigin orðum. Við áttum líka að þýða nokkur tungumál. Síðan settum við öll þessi heimaverkefni í eina bók. það kom vel út og ég er bara ánægð með það.
Hérna fyrir ofan er Powerpoint verkefnið um Úkraínu og Photo story myndbandið mitt um Grikkland
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.