31.5.2010 | 20:06
Gæluverkefnið mitt
Við áttum að gera heimaverkefni um hvað sem við vildum. Ég valdi að gera plakat um skjaldbökur vegna þess að ég vildi gera um eitthvað skrítið dýr sem ég vissi eiginlega ekkert um. Við fengum 3 vikur til að vinna þetta og mér gekk mjög vel að vinna þetta verkefni og fór eftir verkáætlun. Ég kláraði verkefnið á fyrstu vikunni og skilaði því þá svolítið snemma. Þá sagði Helga mér að gera verkefni um eitthvað annað. Þá valdi ég að gera movie maker myndband um ballett. Það gekk líka vel og kom mjög vel út. Síðan áttum við að gera kynningu og það gekk líka bara ljómandi vel. Mér finnst svolítið erfitt að gera verkefni um eitthvað sem við veljum sjálf því að annaðhvort er ég með svo mikið í huga og veit ekki hvað ég á að velja eða að mér dettur ekkert í hug til að gera um. Það var mjög gaman og öðruvísi að gera svona verkefni og fræðandi.
Hérna er Movie maker myndbandið mitt um ballett:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.