Verk og list

Ég byrjaði í verk og list í heimilisfræði. Þar var Guðrún að kenna okkur eins og vanalega og við vorum að baka mest brauð en samt líka súpu, köku og fleira. Mér fannst rosalega gaman í heimilisfræði og skemmti mér vel í tímum. Stundum mistókst sumt eins og kakan mín og Ewelinu. Það vantaði smá lyftiduft svo að kakan varð hol í miðjunni en samt rosa góð þrátt fyrir mikið kakó. 

Síðan fór ég og hópurinn minn í smíði. Þar var í fyrstu tímunum kennaranemi sem hét Nanna. Hún kenndi okkur málmsmíði. Við gerðum hjá henni jólaskraut sem hægt er að hengja upp. ég valdi þá að gera jólabjöllu sem kom bara mjög vel út. Síðan byrjaði Páll aftur að kenna okkur og þá gerðum við bakka sem hægt er að nota undir t.d. ávexti. Þegar að ég var búin að því gerði ég aukaverkefni sem var jólastafur. Hann mistókst þannig að ég gerði nýjan sem mistókst líka. Þá gerði ég engil í staðinn sem var mjög flottur.

Núna er ég nýbyrjuð í Hreyfimyndum hjá Bergljótu. Við erum að gera teiknimyndastuttmyndir sem er mjög gaman. Ég, Ewelina, Elísa, Emina og Natalia völdum að gera grín sögu um Rauðhettu. Amman er sexý og Rauðhetta í bikiní. Froskurinn hinn feiti ætlar að éta ömmuna en þá kemur íþróttaálfurinn og bjargar henni. Þá springur froskurinn og þannig endar sagan.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband